Handbolti

Kiel sigursælasta lið Þýskalands

Elvar Geir Magnússon skrifar

Eins og greint var frá í morgun er Alfreð Gíslason efstur á óskalista þýska liðsins Kiel. Þetta er gríðarlegur heiður fyrir Alfreð enda er Kiel eitt allra stærsta handboltafélag heims.

Samningaviðræður við Alfreð munu vera langt komnar. Kiel er sigursælasta félag þýska handboltans en félagið hefur fjórtán sinnum orðið Þýskalandsmeistari, oftar en nokkuð annað félag. Þar af hefur félagið hampað titlinum fjögur seinustu ár.

Á síðasta ári vann Kiel það magnaða afrek að vinna þrennuna. Liðið varð meistari í heimalandinu og einnig bikarmeistari. Þá vann liðið Meistaradeild Evrópu.

Noka Serdarusic hætti störfum hjá Kiel í gær eftir fimmtán ára mjög farsælan feril. Talið er að Bosníumaðurinn Sead Hasanefendic taki við stjórn Gummersbach í stað Alfreðs.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×