Handbolti

Gummersbach tapaði fyrsta leiknum

NordicPhotos/GettyImages

Fyrsti leikurinn í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta þetta árið fór fram í gærkvöld. Þar vann Göppingen 38-31 sigur á Gummersbach.

Jaliesky Garcia skoraði 2 mörk fyrir heimamenn en Róbert Gunnarsson skoraði 4 mörk fyrir Gummersbach, en hann er nú eini Íslendingurinn sem eftir er í liði Gummersbach.

Fyrsta umferðin klárast í kvöld með átta leikjum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×