Innlent

Róbert Spanó verður Umboðsmaður Alþingis

Róbert Spanó.
Róbert Spanó.

Forsætisnefnd Alþingis hefur farið þess á leit við Róbert Spanó lögfræðing að hann gegni embætti Umboðsmanns Alþingis á meðan að Tryggvi Gunnarsson starfar í rannsóknarnefnd um bankahrunið.

Samkvæmt lögum um rannsóknarnefnd er nefndin skipuð þremur mönnum, einum hæstaréttardómara, Umboðsmanni Alþingis og einum sérfræðingi sem Alþingi skipar. Samkvæmt heimildum Vísis mun Róbert verða við þessari umleitan forsætisnefndar og mun hann taka við starfi Umboðsmanns þann 1. janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×