Handbolti

Guðjón skoraði 11 mörk fyrir Löwen

Stórleikur Guðjóns nægði Ljónunum ekki í kvöld
Stórleikur Guðjóns nægði Ljónunum ekki í kvöld NordicPhotos/GettyImages

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 11 mörk í kvöld þegar lið hans Rhein-Neckar Löwen í þýsku úrvalsdeildinni gerði 31-31 jafntefli við Göppingen á útivelli.

Vignir Svavarsson skoraði fjögur mörk fyrir Lemgo sem lagði Essen 32-21.

Flensburg er á toppi deildarinnar með fullt hús, 10 stig, eftir fimm leiki. Þar á eftir koma Lemgo, Göppingen og Kiel öll með 9 stig..

Fimm leikir fóru fram í deildinni í dag:

HSV Hamburg - SC Magdeburg 28:22

Flensburg - Stralsunder HV 40:28

TBV Lemgo - TUSEM Essen 32:21

HBW Balingen - MT Melsungen 33:28

Göppingen - Rhein-Neckar Löwen 31:31








Fleiri fréttir

Sjá meira


×