Innlent

Hvalfjarðagöngin 10 ára í dag

Í dag eru tíu ár frá því að Hvalfjarðargöngin voru opnuð. Á vefsíðu Hvalfjarðarsveitar segir að um sé að ræða mestu samgöngubót sögunnar. Á þessum tíu árum hafi um 14 milljónir ökutækja farið um göngin.

„Göngin hafa haft mikil áhrif á samfélagið í Hvalfjarðarsveit. Mest eru áhrifin á umferð um Hvalfjarðarveg sem hefur minnkað mjög á þessum árum. Í dag fara ferðamenn um Hvalfjarðarveg og njóta fegurðar sveitarinnar. Fjörðurinn hefur skartað sínu fegursta á sólríkum sumardögum undanfarinna vikna," segir á vefsíðu Hvalfjarðarsveitar.

Spölur ehf, sem rekur Hvalfjarðargöng hefur áform um að tvöfalda veginn undir Hvalfjörð með því að byggja ný göng samhliða þeim eldri. Talið er að þau geti kostað á bilinu 6,5 - 7,5 milljarða króna og vonast Spölur til að göngin verði klár árið 2013.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×