Handbolti

Lövgren einu marki frá meti

NordicPhotos/GettyImages

Svíinn Stefan Lövgren var heldur betur í stuði um helgina þegar hann skoraði 18 mörk fyrir lærisveina Alfreðs Gíslasonar í Kiel í 42-40 sigri liðsins á Rhein-Neckar Löwen.

Lögvren var með stórleik sínum aðeins einu marki frá því að jafna markametið í þýsku úrvalsdeildinni, en það er í höndum Pólverjans Jerzy Kempel.

Það setti hann í leik með Göppingen árið 1983 þegar hann skoraði 19 mörk fyrir lið sitt.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×