Handbolti

Þjálfari Rhein-Neckar Löwen rekinn

Guðjón Valur fær nýjan þjálfara
Guðjón Valur fær nýjan þjálfara NordicPhotos/GettyImages

Iouri Chevtzov, þjálfari Rhein-Neckar Löwen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta hefur verið rekinn úr starfi. Með liðinu spilar landsliðsmaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson.

Gríðarlegur metnaður er hjá Ljónunum og þóttu fimm stig eftir fjóra fyrstu deildarleikina ekki viðundandi árangur. Það verður Christian Scwarzer sem tekur við taumunum þar til nýr þjálfari finnst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×