Handbolti

Kiel vann Grosswallstadt

Elvar Geir Magnússon skrifar
Alfreð Gíslason fagnaði sigri í kvöld.
Alfreð Gíslason fagnaði sigri í kvöld.

Alfreð Gíslason og lærisveinar í Kiel unnu Grosswallstadt 37-29 í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Kiel hefur níu stig eftir fimm leiki og trjónir á toppi deildarinnar en liðin í næstu sætum eiga leik inni.

Vid Kavticnik skoraði níu mörk fyrir Kiel en Stefan Lövgren var með átta. Einar Hólmgeirsson er á meiðslalistanum og gat ekki leikið með Grosswallstadt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×