Handbolti

Ciudad Real sigraði í meistarakeppni Evrópu

Ólafur er hér efst til hægri að fagna sigrinum með félögum sínum
Ólafur er hér efst til hægri að fagna sigrinum með félögum sínum AFP

Ólafur Stefánsson og félagar hans í spænska liðinu Ciudad Real unnu í dag sigur í meistarakeppni Evrópu í handbolta þegar þeir lögðu ungverska liðið Vesprém í úrslitaleik 32-28.

Ólafur skoraði fimm mörk fyrir lið sitt í leiknum í dag og bætti enn einum verðlaununum í safnið á glæstum ferli með spænska liðinu.

Fjögur lið tóku þátt í keppninni og í dag tryggðu lærisveinar Alfreðs Gíslasonar sér þriðja sætið í keppninni með sigri á löndum sínum í Nordhorn 36-31.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×