Innlent

Stofna varalið lögreglu á þessu ári

Stefnt er að því að tvöhundurð og fjörtíu manna varalið lögreglu verði stofnað á þessu ári. Þekktasta útkall varaliðs lögreglu var þegar NATO aðildin var samþykkt á Alþingi fyrir nærri 60 árum. Ekki hefur verið heimild til að kalla út varalögreglu síðan 1996.

Hægt verður að kalla varalið lögreglu út til varðveislu mikilvægra mannvirkja eða staða, landamæragæslu, verkefna vegna öryggisgæslu, mannfjöldastjórnunar, almennra löggæslustarfa, umferðarstjórnunar og sérstakra verkefna í samvinnu við sérsveit ríkislögreglustjóra og almenna lögreglu.

Með stofnun varaliðs endurvekur dómsmálaráðherra heimild í lögum sem felld var niður árið 1996. Fram að því hafði verið heimild til þess að kalla út varalið lögreglu og var það gert nokkrum sinnum á stríðsárunum. Eftir seinni heimstyrjöldina var varaliðið aðeins kallað tvisvar út, þann 30. mars 1949 þegar mikil átök urðu á Austurvelli fyrir framan Alþingishúsið vegna ákvörðunar Alþingis um inngöngu Íslands í Nató og um mánaðarmótin maí - júní árið 1973 þegar forsetarnir Richard Nixon og Georges Pompidou funduðu á Kjarvalsstöðum.

Dómsmálaráðherra stefnir nú að því að stofna um 240 manna varalið strax á þessu ári og eru hugmyndir um að varaliðarnir komi úr hópi fyrrverandi lögreglumanna og afleysingamanna en einnig úr röðum slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, björgunarsveitarmanna, öryggisvarða og friðargæslu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.