Innlent

Óskar fór alltaf með lyfin til Magnúsar

Magnús Skúlason.
Magnús Skúlason.

Óskar Arnórsson áfengisráðgjafi sem sótti lyf fyrir Magnús Skúlason, yfirgeðlækni á Sogni, segir ekkert launungarmál hvað hann hafi gert við lyfin. Þeim hafi hann skilað til Magnúsar enda hafi hann einungis verið að sendast fyrir hann.

„Þetta var bara greiði sem ég gerði Magnúsi og sótti lyf fyrir hann einu sinni í mánuði. Þetta fór auðvitað allt til Magnúsar og ég vissi ekki einu sinni hvaða lyf var um að ræða," segir Óskar og bætir því við að hann hafi verið að sendast fyrir fleiri lækna hér á landi.

Fréttablaðið greindi frá því í gær að Magnús hafi svikið út mikið magn lyfja með því að fá aðra lækna til að gefa út lyfseðla á menn án þeirrar vitundar. Magnús fékk síðan Óskar til þess að sækja lyfin í apótek. Um var að ræða amfetamín og rídalín í miklu magni. Í hádegisfréttum RÚV var greint frá því að landlæknir hyggist vísa máli Magnúsar til lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×