Handbolti

Hamburg tapaði fyrir Dormagen

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Róbert Gunnarsson skoraði tvö mörk fyrir Gummersbach í dag.
Róbert Gunnarsson skoraði tvö mörk fyrir Gummersbach í dag. Nordic Photos / AFP

Nýliðar Domagen halda áfram að koma á óvart í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta en í dag vann liðið ótrúlegan sigur á Hamborg, 28-27.

Í fyrstu umferðinni gerði Dormagen jafntefli við Kiel en tapaði svo næstu tveimur leikjum. Liðið vann því sinn fyrsta sigur í úrvalsdeildinni í dag.

Kiel var af langflestum spáð sigri í þýsku úrvalsdeildinni í haust en ef eitthvað lið myndi veita því samkeppni væri það Hamburg. Árangur Dormagen gegn bestu liðum deildarinnar hefur því vakið verðskuldaða athygli.

Róbert Gunnarsson skoraði svo tvö mörk er Gummersbach vann þriggja marka sigur á Balingen, 29-26. Momir Ilic skoraði þrettán mörk fyrir Gummersbach.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×