Viðskipti innlent

Sænskur sérfræðingur segir Exista í kröppum dansi

Í grein í sænska viðskiptablaðinu Dagens Industri er sagt að Exista sé í kröppum dansi þessa dagana. Mikil skuldsetning og takmarkað lausafjárflæði séu höfuðorsök þessa.

Greining er skrifuð af Bengt Carlsson sérfræðingi blaðsins í kauphallarviðskiptum. Hann nefnir til sögunnar að vaxta-og fjármagnskostnaður Exista á síðasta ári hafi numið 400 milljónum evra eða sem svarar um 36 milljörðum kr.

Gengi Exista hríðféll á síðustu vikum ársins í fyrra en Bengt nefnir til sögunnar að stærsta eign Exista, um 20% hlutur í finnska tryggingarfélaginu Sampo hafi ekki gefið mikið af sér né 23% hlutur í Kaupþing banki sem einnig féll mikið undir lok ársins.

Eignin í Sampo er metin á 2 milljarða evra eða 180 milljarða kr. og eignin í Kaupþingi er metin á 1,7 milljarða evra eða tæpleg 160 milljarða kr.

Þá nefnir Bengt einnig fjármálamanninn Robert Techenguiz í grein sinni sem átt hefur mikil viðskipti við Kaupþing. Róbert sé jafnvel talinn stærsti skuldari bankans. Lítið hefur gengið hjá Robert á síðari hluta ársins í fyrra. Meðal annars tapaði hann um 200 milljónum punda eða um 24 milljörðum kr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×