Innlent

Fyrsta skóflustungan að hjúkrunarheimili aldraða í Boðaþingi

Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra og fulltrúi félags- og tryggingamálaráðherra, Ragnhildur Arnljótsdóttir ráðuneytisstjóri, í rigningunni í dag.
Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra og fulltrúi félags- og tryggingamálaráðherra, Ragnhildur Arnljótsdóttir ráðuneytisstjóri, í rigningunni í dag.

Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra og fulltrúi félags- og tryggingamálaráðherra, Ragnhildur Arnljótsdóttir ráðuneytisstjóri, tóku fyrstu skóflustunguna að fyrri áfanga hjúkrunarheimilis fyrir aldraða í Boðaþingi í Kópavogi í morgun.

Í fréttatilkynningu frá Kópavogsbæ segir að þegar verði hafist handa við að reisa hin fyrri 44 hjúkrunarrýmin fyrir aldraða í Boðaþingi og eru verklok áætluð í desember árið 2009. Alls verða byggð 88 hjúkrunarrými og ráðist í seinni áfanga verksins í janúar 2009.

Kópavogsbær vinnur að framgangi verkefnisins í samvinnu við félags- og tryggingamálaráðuneytið og Framkvæmdasýslu ríkisins. Ríkið stendur straum af 85% af kostnaði við framkvæmdina og Kópavogsbær 15%.

Samið verður við Hrafnistu um rekstur hjúkrunar- og dvalarheimilisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×