Handbolti

Jafnt hjá Guðjóni Val og Loga

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson á vítalínunni.
Guðjón Valur Sigurðsson á vítalínunni. Nordic Photos / Bongarts

Rhein-Neckar Löwen og Lemgo skildu jöfn, 29-29, í hörkuleik í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Úrslitin þykja vonbrigði fyrir heimamenn sem höfðu þegar tapað einum leik í deildinni, fyrir Kiel.

Þetta var Íslendingaslagur af bestu gerð en Guðjón Valur Sigurðsson skoraði þrjú mörk fyrir Rhein-Neckar Löwen í kvöld, rétt eins og Logi Geirsson gerði fyrir Lemgo. Vignir Svavarsson lék einnig með Lemgo en komst ekki á blað.

Nordhorn vann einnig 36-30 sigur á Wetzlar í kvöld. Lemgo e nú með sjöt stig eftir fjóra leiki í fimmta sæti deildarinnar og Rhein-Neckar Löwen með fimm í áttunda sæti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×