Handbolti

Alfreð fagnaði sigri á gamla heimavellinum

Alfreð Gíslason sótti stig á gamla heimavöllinn í dag
Alfreð Gíslason sótti stig á gamla heimavöllinn í dag NordicPhotos/GettyImages

Alfreð Gíslason fór með sigur af hólmi í dag þegar lið hans Kiel vann 32-27 sigur á Gummersbach á útivelli í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Alfreð var áður þjálfari Gummersbach.

Róbert Gunnarsson skoraði fjögur mörk fyrir Gummersbach í leiknum í dag en Kim Andersson var atkvæðamestur hjá Kiel með 8 mörk.

Logi Geirsson skoraði fjögur mörk fyrir Lemgo sem vann auðveldan 31-22 útisigur á Dormagen.

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði þrjú mörk fyrir lið sitt Rhein-Neckar Löwen sem tapaði 33-29 á útivelli fyrir Nordhorn.

Minden tapaði 30-25 fyrir Melsungen á útivelli. Gylfi Gylfason skoraði tvö mörk fyrir Minden og Ingimundur Ingimundarson eitt.

Göppingen lagði Essen á útivelli 30-23 þar sem Jaliesky Garcia skoraði tvö mörk fyrir Göppingen.

Þá skoraði Einar Hólmgeirsson eitt mark fyrir Grosswallstadt sem vann góðan sigur á Hamburg 32-29.

Lemgo, Göppingen, Flensburg og Kiel eru efst og jöfn í deildinni og hafa öll hlotið 11 stig eftir sex umferðir.

Úrslitin í dag:

Nordhorn - Rhein-Neckar Löwen 33:29

TSV Dormagen - TBV Lemgo 22:31

VfL Gummersbach - THW Kiel 27:32

HSG Wetzlar - SG Flensburg 27:27

MT Melsungen - GWD Minden 30:25

TUSEM Essen - Göppingen 23:30

TV Großwallstadt - HSV Hamburg 32:29






Fleiri fréttir

Sjá meira


×