Innlent

Ólafur hefur ekki getað sinnt starfi sínu til þessa

„Mér finnst þetta hörmulegt," segir Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi. Hún segir að nú sé uppi stjórnarkreppa í borginni. „Það er ekki hægt að byggja meirihluta á manni sem hefur ekki eirð í sér til þess að sitja einn heilan borgarstjórnarfund," segir Björk og bætir við: „Ólafur hefur aldrei getað sinnt því að vera borgarfulltrúi í fullu starfi og því get ég ekki ímyndað mér að hann valdi borgarstjórastarfinu."

Aðspurð hvort rétt sé að Ólafur F. Magnússon hafi lítið mætt á fundi eftir að hann snéri til baka úr veikindaleyfi í lok síðasta árs segir Björk það rétt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×