Innlent

Fundað stíft um nýjan borgarstjórnarmeirihluta

Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sprakk í haust.
Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sprakk í haust. Mynd/ Anton Brink

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, og Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi F-listans, hafa ekki svarað í síma í allan dag. Ástæðan er sú að þeir hafa setið við fundarhöld löngum stundum og rætt möguleika á nýju meirihlutasamstarfi, samkvæmt heimildum Vísis. Fundur þeirra í dag er framhald af þreifingum sem áttu sér stað um helgina, eins og Vísir greindi frá fyrstur miðla.

Eins og kunnugt er var nýr meirihluti í borgarstjórn Reykjavíkur myndaður af Samfylkingu, VG, Framsóknarflokknum og F-lista í mikilli skyndingu í byrjun október á síðasta ári þegar samstarf Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sprakk vegna REI-málsins svokallaða. Myndun nýja meirihlutans var hraðað svo mjög að ekki tókst að gera málefnasamning og herma heimildir Vísis að innan meirihlutans sé deilt um framtíð Reykjavíkurflugvallar.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vísaði þeim fréttum á bug í dag að Ólafur hefði rætt við Vilhjálm um nýjan meirihluta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×