Innlent

Segir Seðlabankann að setja af stað fjöldagjaldþrot í sjávarútvegi

Seðlabankinn er vísvitandi að setja af stað fjöldagjaldþrot í sjávarútvegi, segir formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar um hækkun stýrivaxta í gær. Jafnvel stöndugustu sjávarútvegsfyrirtæki eru nú sögð berjast upp á líf og dauða.

Sjávarútvegurinn er ein skuldsettasta atvinnugrein landsins og er ljóst að stýrivaxtahækkun Seðlabankans í gær um sex prósentustig veldur þeim sem starfa í greininni miklum áhyggjum. Í þeim hópi er formaður eyfirskra sjómanna, Konráð Alfreðsson.

Hann segir að ástandið sé svo slæmt að jafnvel sterkustu sjávarútvegsfélögin berjist nú upp á líf og dauða.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×