Innlent

Bensínlítrinn í 250 krónur?

Bensín hefur hækkað um 28 prósent á einu ári og dísilolía um 39 prósent eftir hækkun olíufélaganna í gær. Bensínlítrinn gæti farið upp í 250 krónur ef spár OPEC-ríkjanna ganga eftir.

Eftir hækkunina hérlendis í gær er í bensínlítrinn í sjálfsölu kominn upp í rúmar 152 krónur. Lítrinn er nokkrum krónum ódýrari á ómönnuðu stöðvunum. Þá fór dísilolían upp í rúmar 165 krónur. Fyrir réttu ári kostaði bensínlítrinn rúmar 119 krónur og hefur því hækkað um 33 krónur, eða 28 prósent.

Dísilolíulítrinn kostaði fyri rári rúmar 119 krónur, eða nákvæmlega jafnmikið og bensínlítrinn. Hann hefur hins vegar hækkað um 56 krónur eða um 26 krónum meira en bensínlítrinn sem jafngildir tæplega 40 prósenta hækkun á einu ári.

En ballið er rétt að byrja ef marka má spá OPEC-olíuframleiðsluríkjanna sem spá því að olíutunnan fari upp í 200 dollara áður en vænta má einhverrar lækkunar á ný. Miðað við núverandi bensín- og dísilverð hér á landi og tunnan sé á um það bil 120 dollara núna gæti bensín- og dísilverð hér farið um og yfir 250 krónur.

Hér er að vísu sneitt hjá ýmsum áhrifaþáttum en þeir virka ýmist til hækkunar eða lækkunar þannig að 250 krónurnar gefa góða visbendingu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.