Handbolti

Svekkjandi tap Stjörnunnar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rakel Dögg Bragadóttir, leikmaður Stjörnunnar.
Rakel Dögg Bragadóttir, leikmaður Stjörnunnar. Mynd/Aleksandar Djorovic

Stjarnan tapaði í gær fyrir Mios í þriðju umferð Evrópukeppni félasgliða  í handbolta, 27-26.

Stjarnan hafði undirtökin lengst af og var með fjögurra marka forystu þegar skammt var til leiksloka. Þá tóku þær frönsku við sér og innbyrtu að lokum eins marks sigur, 27-26.

Sólveig Lára Kjærnested skoraði sjö mörk fyrir Stjörnuna, Rakel Bragadóttir sex og Alina Petrache fimm.

Næsti leikur liðanna fer fram í Garðabæ um næstu helgi og eiga Stjörnustúlkur ágætan möguleika á því að komast áfram. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×