Handbolti

Wenta rekinn frá Magdeburg

Elvar Geir Magnússon skrifar
Bogdan Wenta.
Bogdan Wenta.

Stjórn þýska liðsins Magdeburg ákvað í dag að segja upp samningi þjálfarans Bogdan Wenta. Hann hefur þjálfað liðið síðustu tvö ár eftir að hafa tekið við af Alfreði Gíslasyni. Hann þjálfar einnig pólska landsliðið.

Gengið hjá Magdeburg það sem af er tímabili hefur verið undir væntingum en liðið er með tíu stig að loknum tíu leikjum.

Stefan Kretzchmar og Helmut Kurrat taka við þjálfun Magdeburg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×