Lækkun á flestum hlutabréfamörkuðum 22. október 2007 09:22 Bandarískur hlutabréfamarkaður sló taktinn á föstudag fyrir lækkanahrinu á hlutabréfamörkuðum í dag. Mynd/AP Hlutabréfavísitölur hafa lækkað víða um heim í dag í kjölfar lækkunar á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum á föstudag en fjárfestar óttast að óróleiki á fjármálamörkuðum geti dregið úr hagvexti. Gengi bandaríkjadals er sömuleiðis komið í lægstu lægðir gagnvart evru. Þá óttast sumir, að öll áhrif af fasteignalánaskellinum vestanhafs séu komin í ljós. Lækkanahrinan hófst strax við opnun fjármálamarkaða í Asíu í gærkvöldi en Nikkei-vísitalan lækkaði um 2,2 prósent þegar viðskiptum lauk. Markaðir eru sömuleiðis flestir á rauðu í Evrópu en FTSE-vísitalan í Bretlandi hefur lækkað um 1,5 prósent það sem af er dags, hin þýska Dax um rúm 1,3 og franska Cac 40-vísitalan hefur lækkað um 1,6 prósent. Þá fara Norðurlöndin ekki varhluta af lækkanahrinunni. Hlutabréfavísitalan í kauphöllinni í Kaupmannahöfn hefur lækkað um rúm 1,4 prósent, í Svíþjóð um 2,6 prósent og vísitalan í kauphöllinni í Ósló í Noregi hefur lækkað um 2,33 prósent. Skellur var á hlutabréfamörkuðum í Bandaríkjunum á föstudag en þar í landi féllu hlutabréfavísitölur um rúm tvö prósent. Það markaði tuttugu ára afmæli svarta mánudagsins svokallaða í Bandaríkjunum árið 1987 þegar Dow Jones-hlutabréfavísitalan féll um 23 prósent á einum degi. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hlutabréfavísitölur hafa lækkað víða um heim í dag í kjölfar lækkunar á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum á föstudag en fjárfestar óttast að óróleiki á fjármálamörkuðum geti dregið úr hagvexti. Gengi bandaríkjadals er sömuleiðis komið í lægstu lægðir gagnvart evru. Þá óttast sumir, að öll áhrif af fasteignalánaskellinum vestanhafs séu komin í ljós. Lækkanahrinan hófst strax við opnun fjármálamarkaða í Asíu í gærkvöldi en Nikkei-vísitalan lækkaði um 2,2 prósent þegar viðskiptum lauk. Markaðir eru sömuleiðis flestir á rauðu í Evrópu en FTSE-vísitalan í Bretlandi hefur lækkað um 1,5 prósent það sem af er dags, hin þýska Dax um rúm 1,3 og franska Cac 40-vísitalan hefur lækkað um 1,6 prósent. Þá fara Norðurlöndin ekki varhluta af lækkanahrinunni. Hlutabréfavísitalan í kauphöllinni í Kaupmannahöfn hefur lækkað um rúm 1,4 prósent, í Svíþjóð um 2,6 prósent og vísitalan í kauphöllinni í Ósló í Noregi hefur lækkað um 2,33 prósent. Skellur var á hlutabréfamörkuðum í Bandaríkjunum á föstudag en þar í landi féllu hlutabréfavísitölur um rúm tvö prósent. Það markaði tuttugu ára afmæli svarta mánudagsins svokallaða í Bandaríkjunum árið 1987 þegar Dow Jones-hlutabréfavísitalan féll um 23 prósent á einum degi.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf