Handbolti

Lemgo lagði Gummersbach

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Róbert á fullu í leik með Gummersbach.
Róbert á fullu í leik með Gummersbach. Nordic Photos / Bongarts

Lemgo gerði sér lítið fyrir og lagði Gummersbach á útivelli, 30-29, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Róbert Gunnarsson skoraði fjögur mörk fyrir Gummersbach úr fimm skotum. Sverre Andreas Jakobsson var ekki í leikmannahópi liðsins í dag. 

Guðjón Valur Sigurðsson lék ekki með Gummersbach í dag vegna meiðsla og hið sama má segja um Loga Geirsson, leikmann Lemgo.

Lemgo seig fram úr á lokamínútum leiksins og náðu fjögurra marka forystu, 30-26. Gummersbach skoraði síðustu þrjú mörk leiksins en nær komst liðið ekki.

Nordhorn vann góðan sigur á Flensburg í spennandi leik, 31-30.

Gylfi Gylfason og félagar í Wilhelmshaven unnu Füchse Berlin í dag, 26-25. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×