Handbolti

HSÍ vildi fá Alfreð í fullt starf

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alfreð Gíslason, þjálfari Gummersbach og íslenska landsliðsins.
Alfreð Gíslason, þjálfari Gummersbach og íslenska landsliðsins. Nordic Photos / Bongarts

Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari sagði í samtali við þýska dagblaðið Kölner Express að HSÍ vilji ráða hann í fullt starf.

„Samkvæmt tilboðinu átti ég að einbeita mér að fullu að starfi landsliðsþjálfara og fá jafn mikið í laun og ég þéna nú,“ sagði Alfreð. „Ef ég væri sextugur væri þetta afar heillandi tilboð“

Alfreð er 48 ára gamall og vill halda áfram hjá Gummersbach. Deilur hafa staðið innan stjórnar félagsins en Alfreð segir að framtíðin sé björt.

„Ég trúi því að Chris Horstmann vinni gott starf fyrir félagið. Ég er líka með góða stráka í mínu liði. Ef þetta heldur áfram á þessum nótum verð ég áfram hjá félaginu.“ 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×