Mikilvægur sigur Gummersbach 18. október 2007 09:10 Alfreð Gíslason hafði tilefni til að fagna í gær. Nordic Photos / Bongarts Róbert Gunnarsson skoraði átta mörk í tveggja marka sigri, 34-32, Gummersbach á Nordhorn í gær. Sigurinn var gríðarlega mikilvægur þar sem Gummersbach á í harðri baráttu við Nordhorn og önnur lið um sæti í Evrópukeppninni að ári. Hefði Gummersbach tapað hefði það verið fimmta tap ársins hjá Gummersbach í ellefu leikjum. Róbert Gunnarsson átti stórleik fyrir Gummersbach í gær og var markahæstur sinna manna með átta mörk ásamt Króatanum Vedran Zrnic. Sverre Andreas Jakobsson lék að venju í vörn liðsins og fékk tvívegis tveggja mínútna brottvísun. Gummersbach lét aldrei forystuna af hendi og náði mest fimm marka forskoti í fyrri hálfleik, 10-5. Staðan í hálfleik var 14-13, Gummersbach í vil. Þegar tæpar tvær mínútur voru til leiksloka náði Nordhorn að minnka muninn í eitt mark, en Roman Puntgartnik náði að skora síðasta mark leiksins, átján sekúndum fyrir leikslok. Nordhorn er í fjórða sæti deildarinnar með fimmtán stig eftir tíu leiki en Gummersbach í því fimmta með þrettán stig eftir ellefu leiki. Annað topplið, HSV Hamburg, vann nauman eins marks útisigur, 28-27, á Balingen sem er í þriðja neðsta sæti deildarinnar. Kiel hélt efsta sæti deildarinnar í gær með sigri á nýliðum Essen á útivelli, 33-27. Halldór Jóhann Sigfússon kom ekkert við sögu frekar en fyrri daginn hjá Essen. Liðið í öðru sæti, Flensburg, vann átta marka sigur á Füchse Berlin, 29-21. Kiel er með átján stig eftir tíu leiki en Flensburg sautján eftir níu leiki. Hvorki Alexander Petersson né Einar Hólmgeirsson komu við sögu hjá Flensburg í gær. Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Fleiri fréttir Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Sjá meira
Róbert Gunnarsson skoraði átta mörk í tveggja marka sigri, 34-32, Gummersbach á Nordhorn í gær. Sigurinn var gríðarlega mikilvægur þar sem Gummersbach á í harðri baráttu við Nordhorn og önnur lið um sæti í Evrópukeppninni að ári. Hefði Gummersbach tapað hefði það verið fimmta tap ársins hjá Gummersbach í ellefu leikjum. Róbert Gunnarsson átti stórleik fyrir Gummersbach í gær og var markahæstur sinna manna með átta mörk ásamt Króatanum Vedran Zrnic. Sverre Andreas Jakobsson lék að venju í vörn liðsins og fékk tvívegis tveggja mínútna brottvísun. Gummersbach lét aldrei forystuna af hendi og náði mest fimm marka forskoti í fyrri hálfleik, 10-5. Staðan í hálfleik var 14-13, Gummersbach í vil. Þegar tæpar tvær mínútur voru til leiksloka náði Nordhorn að minnka muninn í eitt mark, en Roman Puntgartnik náði að skora síðasta mark leiksins, átján sekúndum fyrir leikslok. Nordhorn er í fjórða sæti deildarinnar með fimmtán stig eftir tíu leiki en Gummersbach í því fimmta með þrettán stig eftir ellefu leiki. Annað topplið, HSV Hamburg, vann nauman eins marks útisigur, 28-27, á Balingen sem er í þriðja neðsta sæti deildarinnar. Kiel hélt efsta sæti deildarinnar í gær með sigri á nýliðum Essen á útivelli, 33-27. Halldór Jóhann Sigfússon kom ekkert við sögu frekar en fyrri daginn hjá Essen. Liðið í öðru sæti, Flensburg, vann átta marka sigur á Füchse Berlin, 29-21. Kiel er með átján stig eftir tíu leiki en Flensburg sautján eftir níu leiki. Hvorki Alexander Petersson né Einar Hólmgeirsson komu við sögu hjá Flensburg í gær.
Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Fleiri fréttir Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Sjá meira