Handbolti

Þriðji nýliðinn í hópinn

Elvar Geir Magnússon skrifar
Júlíus Jónasson að störfum.
Júlíus Jónasson að störfum.

Breyting hefur orðið á landsliðshóp kvenna sem fer til Hollands nú í vikunni. Hanna G. Stefánsdóttir úr Haukum hefur dregið sig úr hópnum vegna meiðsla. Í stað hennar hefur Júlíus Jónasson landsliðsþjálfari valið Hildi Þorgeirsdóttur úr FH.

Hildur er nýliði í landsliðinu en alls eru þrír nýliðar í hópnum. Auk Hildar eru það Framararnir Sara Sigurðardóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir.

Landsliðið er að fara að keppa í æfingamóti sem hefst í Hollandi á miðvikudag og stendur yfir í fjóra daga. Þetta er undirbúningsmót fyrir undankeppni EM í Litháen í næsta mánuði.

Fyrsti leikur íslenska liðsins er á fimmtudag en með því í riðli eru Holland, Japan og Spánn.

A-landsliðshópurinn:

Markmenn:

Berglind Íris Hansdóttir, Valur

Íris Björk Símonardóttir, Grótta

Aðrir leikmenn:

Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, Grótta

Arna Sif Pálsdóttir, HK

Auður Jónsdóttir, HK

Ásta Birna Gunnarsdóttir, Fram

Dagný Skúladóttir, Valur

Eva Margrét Kristinsdóttir, Grótta

Hildur Þorgeirsdóttir, FH

Hildigunnur Einarsdóttir, Valur

Ragnhildur Guðmundsdóttir, FH

Rakel Dögg Bragadóttir, Stjarnan

Rut Jónsdóttir, HK

Sara Sigurðardóttir, Fram

Sigurbjörg Jóhannsdóttir, Fram

Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram




Fleiri fréttir

Sjá meira


×