Handbolti

Róbert með þrjú í sigri Gummersbach

Elvar Geir Magnússon skrifar
Róbert Gunnarsson og Sverre Jakobsson.
Róbert Gunnarsson og Sverre Jakobsson.

Þýska liðið Gummersbach vann í dag sigur á heimavelli sínum gegn Celje Lasko frá Slóveníu. Gummersbach hafði ágætis tök á leiknum allan tímann og vann á endanum 32-28.

Leikurinn var í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í handbolta.

Róbert Gunnarsson var með þrjú mörk fyrir Gummersbach en Sverre Andreas Jakobsson komst ekki á blað. Þjálfari liðsins er Alfreð Gíslason.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×