Handbolti

Stjarnan vann Hauka örugglega

Elvar Geir Magnússon skrifar
Ólafur Víðir Ólafsson lék vel fyrir Stjörnuna.
Ólafur Víðir Ólafsson lék vel fyrir Stjörnuna.

Haukar töpuðu sínum fyrsta leik í N1 deildinni í dag þegar þeir biðu lægri hlut fyrir Stjörnunni á heimavelli sínum. Stjarnan vann öruggan 37-30 sigur á Ásvöllum og komst upp í annað sæti deildarinnar.

Haukar byrjuðu leikinn betur en Kristján Halldórsson, þjálfari Stjörnunnar, tók leikhlé snemma leiks. Eftir það náðu Garðbæingar tökum á leiknum sem þeir létu aldrei af hendi. Þeir höfðu 19-15 yfir í hálfleik.

Andri Stefan Guðrúnarson var markahæstur Hauka með níu mörk. Hjá Stjörnunni skoruðu Björgvin Hólmgeirsson og Heimir Örn Árnason átta mörk hvor. Þá átti Roland Valur Eradze stórleik í markinu.

Annar leikur var í N1 deildinni í dag. HK vann ÍBV á útivelli 34-28 og eru Eyjamenn því enn stigalausir á botni deildarinnar.

Fram er í efsta sæti deildarinnar með 9 stig, Stjarnan hefur átta og svo koma Haukar og HK með sjö hvort lið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×