Handbolti

Fjórða tap Gummersbach

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Róbert Gunnarsson skoraði tvö mörk fyrir Gummersbach í kvöld.
Róbert Gunnarsson skoraði tvö mörk fyrir Gummersbach í kvöld. Nordic Photos / Getty Images

Gummersbach tapaði sínum fjórða leik á tímabilinu í kvöld, í þetta sinn fyrir Hamburg. Leiknum lauk með fjögurra marka sigri Hamburg, 33-29.

Róbert Gunnarsson skoraði tvö mörk fyrir Gummersbach í kvöld en Sverre Andreas Jakobsson var á sínum stað í vörninni.

Guðjón Valur Sigurðsson lék ekki með liðinu vegna meiðsla og er greinilegt að hans er sárt saknað hjá liðinu.

Gummersbach er í fimmta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar með ellefu stig en hefur leikið tveimur leikjum meira en öll önnur liðin í hópi tíu efstu.

Hamburg fór upp í þriðja sætið með sigrinum en Flensburg er enn á toppnum, taplaust eftir átta leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×