Handbolti

Þýski handboltinn byrjar um helgina

Þýska úrvalsdeildin í handbolta hefst um helgina, en ellefu íslenskir leikmenn spila í þeirri deild. Handboltaspekingar spá því að Kiel og Hamburg, sem farið hefur mikinn á leikmannamarkaðnum, muni berjast um þýska meistaratitilinn. Íslendingaliðið Flensburg, þar sem þeir félagar Alexander Petterson og Einar Hólmgeirsson munu leika stórt hlutverk með, er einnig nefnt til sögunnar.

Fleiri lið eru talin eiga möguleika á að blanda sér í baráttuna eins og Gummersbach, lið Alfreðs Gíslasonar, en liðið hefur þó verið óheppið með meiðsli á undirbúningstímabilinu. Þá eru Kronau Östringen, Lemgo, Rhein-Neckar-Löwen og Magdeburg einnig nefnd til sögunnar.

Eins og síðastliðinn vetur mun sjónvarpsstöðin Sýn sýna beint frá þýsku úrvalsdeildinni í vetur og markaþáttur verður á dagskrá á mánudagskvöldum þar sem farið verður yfir það helsta úr leikjum helgarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×