Innlent

Risabor að Kárahnjúkum bætti heimsmet um 14 metra

Úr myndasafni.
Úr myndasafni.

Risabor númer 2 að Kárahnjúkum setti um helgina heimsmet í borun á einum sólarhring þegar hann boraði alls 106,12 metra. Þetta hefur fengist staðfest eftir því sem segir á vef Kárahnjúkavirkjunar.

Borinn hefur nú lagt að baki rúmlega 2,1 af 8,5 kílómetrum sem hann á að bora í aðrennslisgöngum Jökulsárveitu. Impregilo-menn voru nokkuð öruggir á því um helgina að metið hefði verið slegið í borun með borkrónu sem er 7-8 metrar í þvermál.

Nú er komið í ljós að kínversk áhöfn borsins sló metið rækilega því fyrra met var sett í Ástralíu í fyrrahaust og var það 92 metrar á sólarhring. Metið var með öðrum orðum bætt um heila 14 metra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×