Innlent

Baugsmálið hafið að nýju

Jón Ásgeir Jóhannesson var yfirheyrður fyrstur ákærðra hjá Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.
Jón Ásgeir Jóhannesson var yfirheyrður fyrstur ákærðra hjá Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. MYND/Stefán Karlsson

Í morgun hófust réttarhöld í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna endurákæru í Baugsmálinu svonefnda. Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri Baugs Group var sá fyrsti sem kallaður var til yfirheyrslu af hinum þrem ákærðu, en hinir eru Tryggvi Jónsson og Jón Gerald Sullenberger. Búist er við að yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri standi eitthvað fram eftir vikunni. Jón Gerald Sullenberger er nú ákærður í fyrsta skipti í málinu. Yfir eitt hundrað vitni verða auk þess yfirheyrð.



Þetta er þriðji hluti Baugsmálsins. Um er að ræða þann hluta sem varð til þegar endurákært var eftir frávísun á 32 af 40 ákæruliðum.

Rannsókn á meintum skattalagabrotum er enn í gangi og hefur ekki verið gefin út ákæra vegna þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×