Innlent

Manna enn leitað eftir árás í vesturbænum

MYND/Pjetur

Lögreglan í Reykjavík leitar enn manna sem réðust á karlmann á þrítugsaldri í vesturbæ Reykjavíkur á nýársnótt og höfuðkúpubrutu hann. Lögregla segir málið enn í rannsókn en vitni voru að árásinni og gátu því lýst árásarmönnunum. Maðurinn sem varð fyrir árásinni dvelur nú á heila- og taugaskurðdeild Landspítalans en er ekki talinn í lífshættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×