Handbolti

Róbert tryggði Gummersbach nauman sigur á Minden

Róbert Gunnarsson skoraði sigurmark gegn Minden skömmu fyrir leikslok.
 nordic photos/bongarts
Róbert Gunnarsson skoraði sigurmark gegn Minden skömmu fyrir leikslok. nordic photos/bongarts

Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í Gummersbach unnu sinn fyrsta sigur á leiktíðinni í gær þegar liðið heimsótti Einar Örn Jónsson og félaga í Minden. Sigurinn var mjög naumur, 23-24, en það var línumaðurinn Róbert Gunnarsson sem tryggði Gummersbach sigurinn með marki tíu sekúndum fyrir leikslok. Róbert skoraði fimm mörk í leiknum.

Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur í liði Gummersbach með sex mörk en Einar Örn skoraði tvö mörk fyrir Minden. Sverre Jakobsson komst ekki á blað hjá Gummersbach í leiknum. Gummersbach virkar ekki sannfærandi í upphafi tímabils en liðið tapaði fyrsta leik sínum í vetur með átta marka mun.

Alexander Petersson átti stórleik fyrir Flensburg, sem rúllaði yfir Wilhelmshaven, 35-25. Alexander var markahæstur í liði Flensburg en hann skoraði sex mörk í leiknum. Einar Hólmgeirsson skoraði tvö mörk fyrir liðið en þeir félagar fara vel af stað með sínu nýja félagi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×