Erlent

Konum að kenna ef þeim er nauðgað

Óli Tynes skrifar
Það væri henni að kenna.
Það væri henni að kenna.

Annar hver norskur karlmaður er þeirrar skoðurnar að ef léttklædd kona daðrar opinskátt við mann, sé það henni sjálfri að kenna ef henni er nauðgað. Þetta kemur fram í könnun sem Amnesty International gerði í landinu. Jens Stoltenberg, forsætisráðherra, er sleginn yfir þessum tölum.

Hann kveðst hafa lifað í þeirri trú að Norðmenn væru komnir aðeins lengra, í viðhorfi sínu til ofbeldis gagnvart konum.

Fimmti hver norskur karlmaður telur auk þess að ef vitað er að kona hafi átt marga elskhuga sé það að hluta eða jafnvel alveg henni að kenna, ef henni verður nauðgað. 28 prósent telja að ef kona klæði sig djarflega sé nauðgun að hluta eða alveg henni að kenna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×