Bernanke ekki að flýta sér 30. ágúst 2007 09:45 Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna. Wall Street Journal segir hann ekki ætla að hlaupa til og lækka stýrivexti. Mynd/AFP Seðlabanki Bandaríkjanna ætlar ekki að hlaupa til og lækka stýrivexti. Bankinn vill að fjármálafyrirtæki líti ekki svo á að bankinn eigi að hjálpa fyrirtækjunum úr þeim vanda sem þau hafi komið sér sjálf í. Þetta segir bandaríska dagblaðið Wall Street Journal í dag. Blaðið bendir á að Alan Greenspan, fyrrum seðlabankastjóri og forveri Ben Bernankes, hafi brugðist við viðlíka hræringum með vaxtalækkun. Seðlabankinn hefur brugðist við með ýmsum hætti, svosem með því að dæla fjármagni inn í efnahagslífið og lækka daglánavexti fyrr í mánuðinum. Bankinn hefur hins vegar ekkert látið upp um það hvort hann lækki stýrivexti, sem staðið hafa í 5,25 prósentum síðan í júní í fyrra. Wall Street Journal bendir sömuleiðis á að Bernanke vilji breyta ímynd bankans á þá lund að fjármálafyrirtæki líti ekki á hann sem stuðpúða, sem komi fyrirtækjum til hjálpar með jafn áhrifamiklum hætti og með lækkun stýrivaxta. Ýjað hefur verið að því að Alan Greenspan, fyrrum seðlabankastjóri, hafi sagt á fundi með þýska bankanum Deutsche Bank fyrir nokkru að hann hefði brugðist við þrengingum á fjármálamarkaði með lækkun stýrivaxta. Greenspan hefur hins vegar neitað því og aldrei sagst hafa tjáð sig um málið með þessum hætti. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Seðlabanki Bandaríkjanna ætlar ekki að hlaupa til og lækka stýrivexti. Bankinn vill að fjármálafyrirtæki líti ekki svo á að bankinn eigi að hjálpa fyrirtækjunum úr þeim vanda sem þau hafi komið sér sjálf í. Þetta segir bandaríska dagblaðið Wall Street Journal í dag. Blaðið bendir á að Alan Greenspan, fyrrum seðlabankastjóri og forveri Ben Bernankes, hafi brugðist við viðlíka hræringum með vaxtalækkun. Seðlabankinn hefur brugðist við með ýmsum hætti, svosem með því að dæla fjármagni inn í efnahagslífið og lækka daglánavexti fyrr í mánuðinum. Bankinn hefur hins vegar ekkert látið upp um það hvort hann lækki stýrivexti, sem staðið hafa í 5,25 prósentum síðan í júní í fyrra. Wall Street Journal bendir sömuleiðis á að Bernanke vilji breyta ímynd bankans á þá lund að fjármálafyrirtæki líti ekki á hann sem stuðpúða, sem komi fyrirtækjum til hjálpar með jafn áhrifamiklum hætti og með lækkun stýrivaxta. Ýjað hefur verið að því að Alan Greenspan, fyrrum seðlabankastjóri, hafi sagt á fundi með þýska bankanum Deutsche Bank fyrir nokkru að hann hefði brugðist við þrengingum á fjármálamarkaði með lækkun stýrivaxta. Greenspan hefur hins vegar neitað því og aldrei sagst hafa tjáð sig um málið með þessum hætti.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira