Innlent

Horfnir vélsleðar fundust við bóndabæ

Lögregla hefur fundið tvo vélsleða af Yamaha gerð sem hurfu frá Frostagötu á Akureyri seint í janúar. Þeir fundust við bóndabæ í Húnavatnssýslu.

Tveir menn hafa játað að hafa tekið sleðana og farið með þá vestur í Húnavatnssýslu. Lögregla lýsti eftir sleðunum þann 9. þessa mánaðar. Hún telur málið upplýst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×