Handbolti

Íslendingaliðin töpuðu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Birkir Ívar Guðmundsson kom ekki í veg fyrir tap sinna manna í gær.
Birkir Ívar Guðmundsson kom ekki í veg fyrir tap sinna manna í gær. Nordic Photos / AFP

Íslendingaliðin þrjú í leikjum dagsins í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í gær töpuðu öll sínum leikjum.

Birkir Ívar Guðmundsson var í marki Lübbecke sem tapaði heldur stórt fyrir Melsungen á útivelli, 32-24. Þórir Ólafsson skoraði þrjú mörk fyrir Lübbecke.

TuSEM Essen tapaði einnig á útivelli, 31-28 fyrir Balingen. Halldór Jóhann Sigfússon kom ekki við sögu hjá Essen frekar en fyrri daginn.

Þá tapaði Göppingen á heimavelli fyrir Magdeburg, 33-26. Jaliesky Garcia skoraði tvö mörk fyrir Göppingen í leiknum.

Göppingen er í sjöunda sæti þýsku úrvalsdeildarinnar með níu stig eftir átta leiki. Essen er í fimmtánda sæti með þrjú stig rétt eins og Lübbecke sem er þó tveimur sætum neðar vegna slakara markahlutfalls. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×