Handbolti

Valur tapaði í Slóveníu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ernir Hrafn Arnarson skoraði eitt mark fyrir Val í dag.
Ernir Hrafn Arnarson skoraði eitt mark fyrir Val í dag. Mynd/Anton

Valsmenn töpuðu í dag fyrir Celje Lasko í Meistaradeild Evrópu í handbolta, 34-24.

Eftir því sem kemur fram á heimasíðu Vals var sigurinn helst of stór miðað við gang leiksins. Staðan þegar tíu mínútur voru til leiksloka var 26-20.

Elvar Friðriksson var markahæstur Valsmanna með sex mörk. Ólafur Haukur Gíslason átti góðan dag í marki Vals og varði átján skot.

Markaskorarar Vals: Elvar Friðriksson 6, Gunnar Harðarson 4, Hjalti Pálmason 4, Arnór Gunnarsson 3, Sigfús Páll Sigfússon 3, Baldvin Þorsteinsson 2, Ingvar Árnason 1, Ernir Hrafn Arnarson 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×