Stjarnan kvaddi Ásgarð með sigri 3. september 2007 06:30 Björgvin Hólmgeirsson byrjaði vel með Stjörnunni og skoraði átta mörk. Vilhelm Bikarmeistarar Stjörnunnar sigruðu Val, 25-26, í hörkuleik í Meistarakeppni HSÍ í gærkvöldi. Þetta var síðasti opinberi handboltaleikur sem Stjarnan leikur í Ásgarði og kvaddi Stjarnan heimavöll sinn til margra ára með stæl. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann en Stjarnan var allan tímann á undan að skora. Þegar sex mínútur voru eftir að leiknum náði Stjarnan fjögurra marka forskoti sem Valur náði ekki að brúa þrátt fyrir góðan endasprett. Í Val vantaði þá Markús Mána Michaelsson og Erni Hrafn Arnarson vegna meiðsla og munar um minna. Valur verður klárlega með eitt af betri liðum vetrarins en liðið samanstendur af sama kjarna og varð Íslandsmeistari í vor. Stjarnan mun gera tilkall til allra þeirra bikara sem er í boði enda liðið frábærlega mannað og mikil breidd í liðinu með tilkomu öflugra nýrra leikmanna. Einn þeirra Björgvin Hólmgeirsson sá til að bikarinn sem keppt var um í kvöld fór í Garðabæinn með frábærum síðari hálfleik þar sem hann skoraði sex mörk og lagði upp fjölmörg önnur fyrir félaga sína. Patrekur Jóhannesson var mjög ánægður með framlag Einars og hinna nýju leikmannanna. „Ungu leikmennirnir, Björgvin og fleiri, eiga eftir að spila stórt hlutverk í okkar liði í vetur. Þetta eru öflugir leikmenn eins og sást í leiknum,“ sagði Patrekur. „Það er mjög gaman á æfingum. Það eru sprækir strákar í liðinu sem hafa mikinn metnað. Þeir vilja komast í landsliðið og atvinnumennsku. Maður finnur fyrir kraftinum og þess vegna tollir maður ennþá í þessu. Í fyrra vorum við með reyndari menn en núna erum við með spræka leikmenn og góða blöndu reyndra og ungra leikmanna,“ sagði Patrekur. Mörk Vals: Fannar Friðgeirsson 7/1 (14/2), Arnór Gunnarsson 5 (8/1), Ingvar Árnason 2 (4), Elvar Friðgeirsson 4 (8/1), Anton Rúnarsson 3 (4), Hjalti Pálmason 3 (11), Kristján Karlsson 1 (2), Atli Rúnar Steinþórsson (1). Varin skot: Ólafur Gíslason 12, Pálmar Pétursson 1. Mörk Stjörnunnar: Björgvin Hólmgeirsson 8 (15), Gunnar Ingi Jóhannsson 5 (5), Jón Heiðar Gunnarsson 4 (4), Hermann Björnsson 3 (4), Björn Friðriksson 2 (3), Patrekur Jóhannesson 2 (5), Heimir Örn Árnason 2 (6), Guðmundur Guðmundsson (2), Ragnar Helgason (1). Varin skot: Roland Valur Eradze 15/2, Hlynur Morthens 5. Mest lesið Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti Fleiri fréttir Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Spánverjar unnu Frakka og greiddu leiðina fyrir Alfreð Sjá meira
Bikarmeistarar Stjörnunnar sigruðu Val, 25-26, í hörkuleik í Meistarakeppni HSÍ í gærkvöldi. Þetta var síðasti opinberi handboltaleikur sem Stjarnan leikur í Ásgarði og kvaddi Stjarnan heimavöll sinn til margra ára með stæl. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann en Stjarnan var allan tímann á undan að skora. Þegar sex mínútur voru eftir að leiknum náði Stjarnan fjögurra marka forskoti sem Valur náði ekki að brúa þrátt fyrir góðan endasprett. Í Val vantaði þá Markús Mána Michaelsson og Erni Hrafn Arnarson vegna meiðsla og munar um minna. Valur verður klárlega með eitt af betri liðum vetrarins en liðið samanstendur af sama kjarna og varð Íslandsmeistari í vor. Stjarnan mun gera tilkall til allra þeirra bikara sem er í boði enda liðið frábærlega mannað og mikil breidd í liðinu með tilkomu öflugra nýrra leikmanna. Einn þeirra Björgvin Hólmgeirsson sá til að bikarinn sem keppt var um í kvöld fór í Garðabæinn með frábærum síðari hálfleik þar sem hann skoraði sex mörk og lagði upp fjölmörg önnur fyrir félaga sína. Patrekur Jóhannesson var mjög ánægður með framlag Einars og hinna nýju leikmannanna. „Ungu leikmennirnir, Björgvin og fleiri, eiga eftir að spila stórt hlutverk í okkar liði í vetur. Þetta eru öflugir leikmenn eins og sást í leiknum,“ sagði Patrekur. „Það er mjög gaman á æfingum. Það eru sprækir strákar í liðinu sem hafa mikinn metnað. Þeir vilja komast í landsliðið og atvinnumennsku. Maður finnur fyrir kraftinum og þess vegna tollir maður ennþá í þessu. Í fyrra vorum við með reyndari menn en núna erum við með spræka leikmenn og góða blöndu reyndra og ungra leikmanna,“ sagði Patrekur. Mörk Vals: Fannar Friðgeirsson 7/1 (14/2), Arnór Gunnarsson 5 (8/1), Ingvar Árnason 2 (4), Elvar Friðgeirsson 4 (8/1), Anton Rúnarsson 3 (4), Hjalti Pálmason 3 (11), Kristján Karlsson 1 (2), Atli Rúnar Steinþórsson (1). Varin skot: Ólafur Gíslason 12, Pálmar Pétursson 1. Mörk Stjörnunnar: Björgvin Hólmgeirsson 8 (15), Gunnar Ingi Jóhannsson 5 (5), Jón Heiðar Gunnarsson 4 (4), Hermann Björnsson 3 (4), Björn Friðriksson 2 (3), Patrekur Jóhannesson 2 (5), Heimir Örn Árnason 2 (6), Guðmundur Guðmundsson (2), Ragnar Helgason (1). Varin skot: Roland Valur Eradze 15/2, Hlynur Morthens 5.
Mest lesið Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti Fleiri fréttir Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Spánverjar unnu Frakka og greiddu leiðina fyrir Alfreð Sjá meira