Sigur 21. september 2007 00:01 Eftir gullaldarárin í handboltanum á níunda áratugnum er því ekki að neita að hugtakið „strákarnir okkar" hefur misst nokkurt vægi á síðustu árum. Fyrir síðasta stórmót í handbolta þurfti til dæmis að blása til sérstaks átaks þar sem landsmenn beinlínis skuldbundu sig til að kalla landsliðið „strákana okkar" sama hvað á dyni. Herópsins virtist því bíða sama hlutskipti og geirfuglsins; útdauði, uppstoppun og að að verða vatnsskemmdum að bráð inni á Náttúruminjasafni. Þangað til í gær. Mikið voru þeir flottir í sjónvarpinu í gærmorgun, strákarnir okkar í íslenska lögreglulandsliðinu, nýbakaðir Evrópumeistarar í „haldlagningu" fíkniefna. Þetta er síst minni sigur en heimsmeistaratitillinn í B-keppni landsliða 1989. Ó, bara að skútan hafi verið sænsk. Haraldur Johannessen fór fyrir sínum mönnum, eins og Bogdan í gamla daga, lagði þunga áherslu á hnökralausa samvinnu á meðan Gaupi... afsakið, Stefán Eiríksson tók fram að undirbúningurinn hefði staðið í „marga, marga mánuði". Í kringum þá röðuðu sér svo lykilmennirnir: Jón Bjartmarz er auðvitað Alfreð Gísla, Hörður Jóhannesson eins og Kristján Ara, Friðrik Smári Björgvinsson eins og Þorgils Óttar. Þröngu bláu joggingtreyjurnar hafa reyndar vikið fyrir straujuðum skyrtum og gljáfægðu látúni og svitalyktin er nú kæfð með kölnarvatni en í grunninn er þetta það sama. Liðið lék eins og vel smurð vél og einbeitingin skein af hverju andliti. Þetta er ekki sama andlausa liðið og mætti til leiks í Neskaupstað 2004, þar sem menn gerðu ekki annað en að missa boltann. Í máli Haraldar kom fram að helsti veikleiki liðsins hingað til hefði verið vörnin. „Það er eins og það sé opin leið frá Evrópu til Íslands yfir Atlantshafið!" Menn hafa sem sagt bara vaðið yfir pollinn með „boltann" eins og ekkert sé og enginn Einar Þorvarðarson í fjörunni. En nú er sem sagt búið að stoppa í gatið og karlalandsliðið í haldlagningu fíkniefna orðið nokkuð öruggur hestur til að veðja á. Það tapar vissulega fullt af leikjum en það fer yfirleitt framhjá öllum. Við einblínum á sigra á borð við þessa og tökum ekki einu sinni eftir því þegar strákarnir okkar eru teknir í nefið. En getum orðið óþyrmilega vör við þegar það sama er gert við „sigurlaunin". Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Eftir gullaldarárin í handboltanum á níunda áratugnum er því ekki að neita að hugtakið „strákarnir okkar" hefur misst nokkurt vægi á síðustu árum. Fyrir síðasta stórmót í handbolta þurfti til dæmis að blása til sérstaks átaks þar sem landsmenn beinlínis skuldbundu sig til að kalla landsliðið „strákana okkar" sama hvað á dyni. Herópsins virtist því bíða sama hlutskipti og geirfuglsins; útdauði, uppstoppun og að að verða vatnsskemmdum að bráð inni á Náttúruminjasafni. Þangað til í gær. Mikið voru þeir flottir í sjónvarpinu í gærmorgun, strákarnir okkar í íslenska lögreglulandsliðinu, nýbakaðir Evrópumeistarar í „haldlagningu" fíkniefna. Þetta er síst minni sigur en heimsmeistaratitillinn í B-keppni landsliða 1989. Ó, bara að skútan hafi verið sænsk. Haraldur Johannessen fór fyrir sínum mönnum, eins og Bogdan í gamla daga, lagði þunga áherslu á hnökralausa samvinnu á meðan Gaupi... afsakið, Stefán Eiríksson tók fram að undirbúningurinn hefði staðið í „marga, marga mánuði". Í kringum þá röðuðu sér svo lykilmennirnir: Jón Bjartmarz er auðvitað Alfreð Gísla, Hörður Jóhannesson eins og Kristján Ara, Friðrik Smári Björgvinsson eins og Þorgils Óttar. Þröngu bláu joggingtreyjurnar hafa reyndar vikið fyrir straujuðum skyrtum og gljáfægðu látúni og svitalyktin er nú kæfð með kölnarvatni en í grunninn er þetta það sama. Liðið lék eins og vel smurð vél og einbeitingin skein af hverju andliti. Þetta er ekki sama andlausa liðið og mætti til leiks í Neskaupstað 2004, þar sem menn gerðu ekki annað en að missa boltann. Í máli Haraldar kom fram að helsti veikleiki liðsins hingað til hefði verið vörnin. „Það er eins og það sé opin leið frá Evrópu til Íslands yfir Atlantshafið!" Menn hafa sem sagt bara vaðið yfir pollinn með „boltann" eins og ekkert sé og enginn Einar Þorvarðarson í fjörunni. En nú er sem sagt búið að stoppa í gatið og karlalandsliðið í haldlagningu fíkniefna orðið nokkuð öruggur hestur til að veðja á. Það tapar vissulega fullt af leikjum en það fer yfirleitt framhjá öllum. Við einblínum á sigra á borð við þessa og tökum ekki einu sinni eftir því þegar strákarnir okkar eru teknir í nefið. En getum orðið óþyrmilega vör við þegar það sama er gert við „sigurlaunin".
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun