Handbolti

Valssigur í Safamýri

Elvar Geir Magnússon skrifar
Sigfús Sigfússon.
Sigfús Sigfússon.

Valsmenn lögðu Framara á útivelli í kvöld 27-25 í stórleik í N1 deildinni. Góð stemning var í Safamýrinni og leikurinn fjörugur og skemmtilegur.

Það var beðið eftir þessari með mikilli eftirvæntingu enda mikill rígur milli þessara tveggja liða. Framarar voru skrefinu á undan allan fyrri hálfleikinn.

Snemma í seinni hálfleiknum náðu Valsmenn hinsvegar forystu í fyrsta sinn í leiknum og höfðu þetta í hendi sér til loka. Fannar Friðgeirsson var markahæstur Valsmanna með sjö mörk.

Jóhann Gunnar Einarsson skoraði mest fyrir Fram eða fimm mörk.

Í hinum leik kvöldsins gerði topplið Stjörnunnar jafntefli 25-25 gegn nýliðum Aftureldingar.

Tveir leikir verða í N1 deildinni á morgun. ÍBV og Akureyri mætast í Vestmannaeyjum og Haukar og HK eigast við í Hafnarfirði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×