Handbolti

Anderson framlengir við Flensburg

Kent-Harry Anderson
Kent-Harry Anderson Mynd/Vilhelm

Svíinn Kent-Harry Anderson hefur framlengt samning sinn við þýska handboltafélagið Flensburg til ársins 2010. Miklar vangaveltur höfðu verið uppi um framtíð þjálfarans en gamli samningurinn hans hefði runnið út næsta sumar.

Flensburg er eitt sterkasta liðið í þýska handboltanum og með því leika Íslendingarnir Alexander Petersson og Einar Hólmgeirsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×