Windows Vista blæs lífi í tölvusölu 14. febrúar 2007 00:01 Sala á nýjum tölvum hefur stóraukist í Bandaríkjunum eftir að nýjasta stýrikerfið frá Microsoft kom á markað. MYND/AFP Einstaklingsútgáfa Windows Vista, nýjasta stýrikerfisins frá Microsoft, sem kom á markað undir lok síðasta mánaðar, hefur orðið til þess að stórauka sölu á nýjum tölvum í Bandaríkjunum. Talið er að helsta ástæðan fyrir þessari kröftugu sölu sé að með þeim fylgdi ókeypis uppfærsla á stýrikerfinu auk þess sem stýrikerfið, ekki síst stærsta útgáfa þess, krefst talsvert stærri örgjörva og vinnsluminnis en eldri tölvur búa yfir. Ef einungis er horft til sölu á nýjum einkatölvum í næstsíðustu viku janúarmánaðar og sama tíma í fyrra jókst sala á tölvum um heil 173 prósent á milli ára. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu markaðsrannsóknafyrirtækisins Current Analysis sem kannaði sölutölur á nýjum tölvum fyrir og eftir útgáfu stýrikerfisins. Niðurstaðan er sú að talsverður viðsnúningur er í sölu á borðtölvum sem dróst mikið saman á síðasta ári. Útlit var fyrir frekari samdrátt á þessu ári eða þar til stýrikerfið kom á markað. Vinsælasta einstaklingsútgáfa stýrikerfisins er Windows Home Premium en 76 prósent fartölvueigenda hafa keypt það. Á móti hafa 59 prósent borðtölvueigenda fest kaup á þessari útgáfu stýrikerfisins. Sala á Windows Vista Ultimate, sem er stærsta og dýrasta einstaklingsútgáfa stýrikerfisins, er talsvert minni, en hana er einungis að finna í einu prósenti allra einkatölva sem keyra á nýja stýrikerfinu. Sam Bhavnani, einn af höfundum skýrslunnar, segir að reiknað sé með því að kraftur muni koma í sölu á stærstu útgáfu stýrikerfisins eftir því sem á líður. Microsoft sendi frá sér tilkynningu á fimmtudag í síðustu viku þar sem fram kemur ánægja yfir góðum viðtökum tölvueigenda við nýja stýrikerfinu, sem er það fyrsta sem lítur dagsins ljós frá Microsoft síðan Windows XP kom á markað árið 2001. Héðan og þaðan Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Einstaklingsútgáfa Windows Vista, nýjasta stýrikerfisins frá Microsoft, sem kom á markað undir lok síðasta mánaðar, hefur orðið til þess að stórauka sölu á nýjum tölvum í Bandaríkjunum. Talið er að helsta ástæðan fyrir þessari kröftugu sölu sé að með þeim fylgdi ókeypis uppfærsla á stýrikerfinu auk þess sem stýrikerfið, ekki síst stærsta útgáfa þess, krefst talsvert stærri örgjörva og vinnsluminnis en eldri tölvur búa yfir. Ef einungis er horft til sölu á nýjum einkatölvum í næstsíðustu viku janúarmánaðar og sama tíma í fyrra jókst sala á tölvum um heil 173 prósent á milli ára. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu markaðsrannsóknafyrirtækisins Current Analysis sem kannaði sölutölur á nýjum tölvum fyrir og eftir útgáfu stýrikerfisins. Niðurstaðan er sú að talsverður viðsnúningur er í sölu á borðtölvum sem dróst mikið saman á síðasta ári. Útlit var fyrir frekari samdrátt á þessu ári eða þar til stýrikerfið kom á markað. Vinsælasta einstaklingsútgáfa stýrikerfisins er Windows Home Premium en 76 prósent fartölvueigenda hafa keypt það. Á móti hafa 59 prósent borðtölvueigenda fest kaup á þessari útgáfu stýrikerfisins. Sala á Windows Vista Ultimate, sem er stærsta og dýrasta einstaklingsútgáfa stýrikerfisins, er talsvert minni, en hana er einungis að finna í einu prósenti allra einkatölva sem keyra á nýja stýrikerfinu. Sam Bhavnani, einn af höfundum skýrslunnar, segir að reiknað sé með því að kraftur muni koma í sölu á stærstu útgáfu stýrikerfisins eftir því sem á líður. Microsoft sendi frá sér tilkynningu á fimmtudag í síðustu viku þar sem fram kemur ánægja yfir góðum viðtökum tölvueigenda við nýja stýrikerfinu, sem er það fyrsta sem lítur dagsins ljós frá Microsoft síðan Windows XP kom á markað árið 2001.
Héðan og þaðan Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira