Innlent

Smíða á nýtt 4000 tonna varðskip

Tölvugerð mynd af skipinu sem til stendur að smíða.
Tölvugerð mynd af skipinu sem til stendur að smíða. MYND/Dómsmálaráðuneytið

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að ljúka samningum um smíði á nýju varðskipi. Skipið verður smíðað í Chile í Suður-Ameríku og er stefnt á að það komi hingað til lands um mitt árið 2009. Skipið verður um fjögur þúsund tonn og verður því mun stærra en Týr og Ægir, varðskipin sem Landhelgisgæslan á fyrir.

Varðskipið verður 93 m. langt og 16 m. breitt og togkraftur þess verður um 100 tonn sem gerir því kleift að draga stór flutningaskip. Skipið verður með tvær aðalskrúfur og tvær aðalvélar. Auk þess verða tvær hliðarskrúfur að framan, ein hliðarskrúfa að aftan og snúanleg framdrifsskrúfa (Azimuth skrúfa). Stjórnhæfni skipsins verður því mjög góð.

Kostnaður tæpir 3 miljarðar króna
Nýja varðskiptið verður 4000 tonn og verður tilbúið 2009MYND/Dómsmálaráðuneytið

Skipið verður 4.000 brúttótonn og hámarkshraði þess verður um 19,5 sjómílur. Hámarksrafmagnsframleiðsla verður 5.400 kW og meðal annars verður hægt að gefa 2 MW straum í land ef þörf krefst. 0Hönnun skipsins er unnin af Rolls Royce í Noregi. Aðalvélar, gírar, skrúfubúnaður, snúanleg framdrifsskrúfa, dráttar- og akkerisvindur svo og allur stjórnbúnaður eru frá Rolls Royce í Noregi.Kostnaður við nýja varðskipið er áætlaður 2,9 milljarðar króna.

 

Sjá nánar: Teikningar af nýju varðskipi á vef dómsmálaráðuneytisins (PDF-skjal)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×