Innlent

Íslendingar veiða minnst af hval innan Alþjóða- hvalveiðiráðsins

MYND/AP

Íslendingar eru atkvæðaminnstir í hvalveiðum af þeim þjóðum innan Alþjóðahvalveiðiráðsins sem á annað borð stunda hvalveiðar. Frá þessu er greint á vef Fiskifrétta.

Samkvæmt tölum frá Alþjóðahvalveiðiráðinu veiddu Íslendingar 25 hrefnur í vísindaskyni árið 2004 en sama ár veiddu Japanar alls 755 hvali, Norðmenn 554, Grænlendingar 204, Rússar 112 og Bandaríkin, sem hafa gagnrýnt Íslendinga harðlega fyrir hvalveiðar, 45 skepnur.

Haft er eftir Gísla Víkingssyni, sérfræðingi hjá Hafrannsóknastofnun, að frá því að þessar tölur voru birtar hafi Japanar aukið vísindaveiðar sínar og Íslendingar hafið hvalveiðar í atvinnuskyni þannig að tölurnar eigi eftir að breytast.

Í Alþjóðahvalveiðiráðinu er hvalveiðum skipt í þrennt eftir því í hvaða tilgangi þær eru stundaðar. Talað er um frumbyggjaveiðar, vísindaveiðar og veiðar í atvinnuskyni og veiða Íslendingar og Norðmenn einir þjóða hval í atvinnuskyni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×