Innlent

Hrefnuveiðimenn halda sínu striki

Komið með fyrstu hrefnuna, sem veiddist eftir að atvinnuveiðar hófust, á Ísafjörð á þriðjudag.
Komið með fyrstu hrefnuna, sem veiddist eftir að atvinnuveiðar hófust, á Ísafjörð á þriðjudag. MYND/Halldór Sveinbjörnsson

Hrefnuveiðimenn ætla að halda sínu striki þótt Hvalur 9 sé hættur veiðum og skilji tvö dýr eftir af kvótanum.

Gunnar Bergmann Jónsson, formaður Samtaka hrenfuveiðimanna, sagði í viðtali við NFS í morgun að í gær hefði verið lokið við að vinna hrefnuna sem veiddist í Ísafjarðardjúpi um daginn samkvæmt kröfum Japansmarkaðar. Skera þurfi hrefnuna á sérstakan hátt og nota viðeigandi umbúðir að kröfu markaðarins þar.

Nú séu menn komnir upp á lagið með það og muni að minnsta kosti tveir hrefnubátar, Halldór Sigurðsosn frá Ísafirði og Njörður úr Kópavogi, halda til veiða um leið og veður verði ákjósanlegt. Viðbótarhrenfukvótinn er 30 dýr.

Ekkert er enn í hendi með sölu kjötsins en að sögn Gunnars verður haft samflot með Hval hf. um sölumál. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, ákvað í gær að hætta veiðunum þar sem daginn stytti óðfluga og slæmt skyggni væri fram undan í veðurkortunum, en veiðimennirnir verða að sjá til hvalsins með berum augum. Hvalur hefur veitt sjö af þeim níu langreyðum sem fyrirtækinu var úthlutað í haust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×