Viðskipti innlent

Milestone kaupir Sjóvá

Glitnir banki hf hefur selt allan sinn hlut í tryggingarfélaginu Sjóvá í kjölfar tilboðs sem bankanum barst í 33,4 prósenta hlut hans í tryggingarfélaginu. Kaupandi er Milestone ehf., sem er í eigu Karls Wernerssonar og fjölskyldu. Milestone ehf. átti fyrir 66,6 prósenta í Sjóvá en er eftir kaupin alfarið í eigu þess.

Söluverðið er 9,5 milljarðar sem endurspeglar 28,5 milljarða króna virði alls hlutafjár Sjóvá-Almennra trygginga hf. Með sölunni innleysir bankinn á yfirstandandi ársfjórðungi rúmlega 2,4 milljarða króna í söluhagnað. Kaupverðið er greitt með peningum og fer frágangur viðskiptanna fram þann 19. maí næstkomandi, að því er fram kemur í tilkynningu til kauphallarinnar um söluna.

Glitnir og Sjóvá munu áfram starfa náið saman á sviði banka- og tryggingaþjónustu og verður samstarfið eflt m.a. í útibúum víða um land. Þá munu félögin auka samvinnu meðal annars með auknu sameiginlegu vöruframboði.

Samhliða viðskiptunum kaupir Glitnir banki hlut Milestone ehf í fjárfestingarfélaginu Mætti hf og eiga Sjóvá og Glitnir Mátt til helminga eftir viðskiptin. Eigendur Máttar stefna að því að fá aðra fjárfesta til liðs við félagið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×