Innlent

Ný samtök um legslímuflakk

Til stendur að stofna íslensk samtök um sjúkdóminn endómetríósis eða legslímuflakk sem margar íslenskar konur hafa þurft að glíma við vegna langvinnra verkja í grindarholi, bólguskemmda og ófrjósemi. Meðferð er erfið og leiðir oft til langvarandi lyfjameðferðar, endurtekinna skurðaðgerða og skertrar frjósemi.

Samtökin verða stofnuð að erlendri fyrirmynd og hafa þann tilgang að vekja athygli á þessu dulda vandamáli, bæta þekkingu á því og stuðla að samhjálp meðal kvenna sem þjást af sjúkdómnum. Stofnfundur verður í dag í Hringssal Barnaspítala Hringsins klukkan 17.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×